„Við þurftum á góðum úrslitum að halda eftir Everton leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 22:35 Ole var sáttur með sigurinn en fannst að sínir menn hefðu átt að klára leikinn fyrr í kvöld. Matthew Peters/Getty Images Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir leikinn gegn Everton á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn