Íslenski boltinn

„Betra fót­bolta­liðið tapaði í dag“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Óskar Smári á hliðarlínunni.
Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var svekktur að tapa í dag en hann var sáttur með frammistöðu liðs síns eftir naumt tap á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

„Bara ósanngjarnt tap. Betra fótboltaliðið tapaði í dag og það gerist. Við nýttum ekki þessi óteljandi færi í þessum leik. Þær nýttu sína fáu sénsa sem þær fengu. Til hamingju Tindastóll með að vinna. Þær nýttu færi í dag en ekki við og það er það sem skilur liðin.“

Óskar þekkir vel til á Sauðárkróki og ólst upp í Skagafirði. Hann Þjálfaði Tindastóls og Donni þjálfaði hann á sínum tíma.

„Bara geggjað. Donni hefur ekkert breyst hann tuðar og vælir eins mikið og hann gerir þegar hann var að þjálfa mig,“ sagði Óskar Smári og hló.

„Mér líður alltaf vel á Sauðárkróki. Mér leið allan tímann vel hérna. Liðið mitt spilaði ógeðslega vel. Ég er ógeðslega stoltur að geta komið hingað með Fram stelpurnar mínar.“

„Ég þjálfaði seinast hérna 2021 og þá var ekki áhuga að hafa mig áfram sem þjálfari hérna. Þar að leiðandi er ég ánægður að sýna það á þremur árum að geta búið til og gert þessa hluti sem ég er að gera uppi í Fram.“

„Við sýndum það í dag að við vorum ógeðslega góðar og ég var ógeðslega ánægður með frammistöðuna. Mér líður alltaf vel á Sauðárkróki. Hér er best að vera. Þannig það var ógeðslega gaman. Gaman að hitta Donna og Gaman að hitta Bryndísi og gaman að hitta Tindastóls stelpurnar. Ógeðslega góður dagur fyrir utan úrslitin. Ég get ekki verið reiður út í liðið mitt því mér fannst stelpurnar leggja allt í leikinn og betra liði tapaði í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×