Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 10:41 Höfuðstöðvar BBC í London. EPA/Andy Rain Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens. Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens.
Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira