Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 10:41 Höfuðstöðvar BBC í London. EPA/Andy Rain Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens. Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens.
Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“