Vildu ekki fá gervigras á völlinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 11:00 Margir íslenskir knattspyrnumenn hafa spilað með Brann í gegnum tíðina og hér má sjá bæði Ólaf Örn BJarnason og Birki Má Sævarsson. EPA/LAVANDEIRA JR Það er ekki auðvelt að halda við grasvelli í Bergen og því langskynsamlegast að skipta yfir í gervigras. Yfirmönnum norska fótboltafélagsins Brann tókst þó ekki að sannfæra sitt fólk. Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021 Norski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Gervigrasvöllum hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu ár og það lítur svo út að gervigras sé framtíðin fyrir fótboltavelli svo norðarlega á hnettinum. Fólkið hjá norska félaginu Brann er þó ekki á sömu skoðun. Tillaga um að skipta yfir í gervigras á heimavelli Brann var felld á ársþingi norska félagsins. Stjórn félagsins, framkvæmdastjórn og íþróttaforysta félagsins vildu öll fá gervigras en þingfulltrúar á ársþinginu voru ekki sammála Tillaga stjórnarinnar var felld með 130 atkvæðum gegn 107. Brann-medlemmene sa nei til kunstgress https://t.co/lJVKn7UgQm— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 2, 2021 Atkvæðagreiðslan fór fram eftir nokkra tíma fundarhöld þar sem stjórnsýslan hjá Brann reyndi að sannfæra þingfulltrúana um það að eina vitið væri að skipta yfir í gervigras til að bæta slæma æfingaaðstöðu félagsins. Brann spilar í Bergen í vestur Noregi. Liðið er í norsku úrvalsdeildinni og endaði í tíunda sæti af sextán liðum á síðustu leiktíð. Nú er ljóst að það verður áfram náttúrulegt gras á Brann Stadium. Brann hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en þar hafa spilað íslenskir leikmenn eins og Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Stefán Þórðarson, Sævar Jónsson, Ágúst Gylfason, Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Viðar Ari Jónsson og nú síðast Jón Guðni Fjóluson. Teitur Þórðarson hefur líka þjálfað liðið í tvígang. Brann varð síðast norskur meistari árið 1997 en með liðinu spiluðu þá Ármann Smári Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason. Það var fyrsti titill félagsins í 44 ár. Síðan hefur liðið farið niður í B-deildina (2015) en kom strax upp aftur og varð í öðru sæti 2016 og í þriðja sætið 2018. Under nettmøtet om skifte av underlag på Stadion før 2021-sesongen kom det inn spørsmål som det ikke var tid til å svare på i møte. Her er svar på dem: https://t.co/7vZekFzQH0— Sportsklubben Brann (@skbrann) January 29, 2021
Norski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira