Biðst afsökunar á ósannindum um borgarstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:48 Bolli Kristinsson, athafnamaður, hefur beðist afsökunar á ósannindum sem komu fram í myndbandi Björgum miðbænum um Óðinstorg. Vísir Bolli Kristinsson athafnamaður, sem lengi var kenndur við verslunina 17, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið með rangfærslur í myndbandi sem Björgum miðbænum birti á dögunum og talsett er af Vigdísi Hauksdóttir borgarfulltrúa Miðflokksins. Myndbandið fjallar um Óðinstorg og framkvæmdirnar þar sem hafa breytt ásýnd torgsins töluvert. Myndbandið ber yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og gagnrýnir hópurinn þar framkvæmdirnar. „Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti,“ segir í myndbandinu. Þar á eftir er því varpað fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í Facebook-færslu sem Bolli birti á síðunni Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. ÉG BIÐST VELVIRÐINGAR Hann skrifar að hann hafi aldrei verið „ósannindamaður“ og hafi honum verið sagt að allt sem kæmi fram í myndbandinu kæmi frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Hann segist vera búinn að óska eftir því að myndbandið verði fjarlægt af vefnum. Reykjavík Verslun Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Myndbandið fjallar um Óðinstorg og framkvæmdirnar þar sem hafa breytt ásýnd torgsins töluvert. Myndbandið ber yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og gagnrýnir hópurinn þar framkvæmdirnar. „Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti,“ segir í myndbandinu. Þar á eftir er því varpað fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í Facebook-færslu sem Bolli birti á síðunni Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. ÉG BIÐST VELVIRÐINGAR Hann skrifar að hann hafi aldrei verið „ósannindamaður“ og hafi honum verið sagt að allt sem kæmi fram í myndbandinu kæmi frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Hann segist vera búinn að óska eftir því að myndbandið verði fjarlægt af vefnum.
Reykjavík Verslun Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26