Spyr hvers vegna 83 prósent vilji Samfylkinguna ekki í stjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2021 18:55 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir Ísland skipa sér í flokk með ríkjum þar sem spilling sé minnst. Ísland hefur samt fallið úr ellefta sæti í það sautjánda á viðurkenndum alþjóðlegum mælikvarða. Ísland er í neðsta sæti meðal Norðurlandanna og deilir því sæti með Eistlandi með 75 stig. Danir tróna í efsta sæti með Nýja Sjálandi með 88 stig. Engin þjóð hefur náð upp í hundrað stig, það er að engin spilling sé til staðar. Þetta var umræðuefni á Alþingi í dag og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, minnti einnig á Panamaskjölin og skipun dómara í Landsrétt. Þá benti hann einnig á nýja könnun sem sýnir að aðeins 23 prósent landsmanna treysta fjármálaráðherra Íslands til þess að fara með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Telur hæstvirtur ráðherra að hér séu landsmenn að lýsa tortryggni í garð fjármálaráðherra Íslands yfirleitt, og þá stjórnvalda, að um sé að ræða kerfisvanda, eða telur hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og í hinum málunum, að um sé að ræða afmarkaðan vanda og tortryggni í garð fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar og tengsl hans við eitt af þessum málum í skýrslunni?“ spurði Logi Einarsson Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag. „Við erum komin dálítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skiptast á skoðunum um niðurstöður skoðanakannana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitthvað fram veginn í þágu þjóðarinnar, hvers vegna það skyldi vera að 83–84 prósent þjóðarinnar vilji ekki Samfylkinguna sem valkost við stjórn landsins,“ svaraði Bjarni. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. 28. janúar 2021 06:52 63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19. janúar 2021 10:56 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Ísland er í neðsta sæti meðal Norðurlandanna og deilir því sæti með Eistlandi með 75 stig. Danir tróna í efsta sæti með Nýja Sjálandi með 88 stig. Engin þjóð hefur náð upp í hundrað stig, það er að engin spilling sé til staðar. Þetta var umræðuefni á Alþingi í dag og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, minnti einnig á Panamaskjölin og skipun dómara í Landsrétt. Þá benti hann einnig á nýja könnun sem sýnir að aðeins 23 prósent landsmanna treysta fjármálaráðherra Íslands til þess að fara með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Telur hæstvirtur ráðherra að hér séu landsmenn að lýsa tortryggni í garð fjármálaráðherra Íslands yfirleitt, og þá stjórnvalda, að um sé að ræða kerfisvanda, eða telur hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og í hinum málunum, að um sé að ræða afmarkaðan vanda og tortryggni í garð fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar og tengsl hans við eitt af þessum málum í skýrslunni?“ spurði Logi Einarsson Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag. „Við erum komin dálítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skiptast á skoðunum um niðurstöður skoðanakannana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitthvað fram veginn í þágu þjóðarinnar, hvers vegna það skyldi vera að 83–84 prósent þjóðarinnar vilji ekki Samfylkinguna sem valkost við stjórn landsins,“ svaraði Bjarni.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. 28. janúar 2021 06:52 63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19. janúar 2021 10:56 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. 28. janúar 2021 06:52
63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. 19. janúar 2021 10:56