Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 14:33 Ragnar Valur Björgvinsson má ekki brjóta af sér næstu tvö árin ella fer hann í sex mánaða fangelsi. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Nágrannarnir hafa staðið í miklum deilum í áraraðir á Langholti 1 og Langholti 2 í Flóa og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Ragnar var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið á Hreggvið þar sem hann stóð í heimreiðinni að heimili Ragnars. Voru afleiðingarnar þær að Hreggviður endaði uppi á húddi bílsins. Hörfaði Hreggviður í framhaldinu undan bílnum með hendur á húddinu en endaði aftur uppi á bílnum. Þá ók Ragnar á milli trjágróðurs og út á aðliggjandi tún með Hreggvið á húddinu. Lauk öllu saman með því að Hreggviður féll af bílnum og varð undir vinstra afturhjóli hans. Hlaut hann ýmis sár við þetta. Grannarnir hafa átt í langvarandi deilum og hefur þeim endurtekið verið gerð skil í fjölmiðlum, allt aftur til ársins 2014. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Fjallað var um deilur grannanna í fréttum Stöðvar 2 árið 2014. Ragnar bar því við að hann hefði verið að verjast árás Hreggviðs umrætt sinn og því hefði verið um sjálfsvörn að ræða. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á rök verjanda Ragnars. Í niðurstöðu héraðsdóms árið 2019 nefndi dómarinn í niðurstöðu sinni sérstaklega áralangar deilur þeirra félaga. Þær réttlæti ekki beitingu ofbeldis af hálfu Ragnars umrætt sinn. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Hreggviði granna sínum 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. 2. júlí 2019 12:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Nágrannarnir hafa staðið í miklum deilum í áraraðir á Langholti 1 og Langholti 2 í Flóa og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Ragnar var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið á Hreggvið þar sem hann stóð í heimreiðinni að heimili Ragnars. Voru afleiðingarnar þær að Hreggviður endaði uppi á húddi bílsins. Hörfaði Hreggviður í framhaldinu undan bílnum með hendur á húddinu en endaði aftur uppi á bílnum. Þá ók Ragnar á milli trjágróðurs og út á aðliggjandi tún með Hreggvið á húddinu. Lauk öllu saman með því að Hreggviður féll af bílnum og varð undir vinstra afturhjóli hans. Hlaut hann ýmis sár við þetta. Grannarnir hafa átt í langvarandi deilum og hefur þeim endurtekið verið gerð skil í fjölmiðlum, allt aftur til ársins 2014. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Fjallað var um deilur grannanna í fréttum Stöðvar 2 árið 2014. Ragnar bar því við að hann hefði verið að verjast árás Hreggviðs umrætt sinn og því hefði verið um sjálfsvörn að ræða. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á rök verjanda Ragnars. Í niðurstöðu héraðsdóms árið 2019 nefndi dómarinn í niðurstöðu sinni sérstaklega áralangar deilur þeirra félaga. Þær réttlæti ekki beitingu ofbeldis af hálfu Ragnars umrætt sinn. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Hreggviði granna sínum 700 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. 2. júlí 2019 12:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. 2. júlí 2019 12:17