Conor McGregor: Stríðinu á milli mín og Khabib er ekki lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:30 Conor McGregor er í flottu formi og mun berjast um helgina. Getty/Steve Marcus Conor McGregor er enn að hugsa um annan bardaga á móti Khabib Nurmagomedov þótt að hann viðurkenni að líkurnar, á slíkum draumabardaga fyrir margra, séu að minnka. McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag. MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag.
MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira