Conor McGregor: Stríðinu á milli mín og Khabib er ekki lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:30 Conor McGregor er í flottu formi og mun berjast um helgina. Getty/Steve Marcus Conor McGregor er enn að hugsa um annan bardaga á móti Khabib Nurmagomedov þótt að hann viðurkenni að líkurnar, á slíkum draumabardaga fyrir margra, séu að minnka. McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag. MMA Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira
McGregor ræddi Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi fyrir UFC 257 bardagakvöldið þar sem Írinn mætir Dustin Poirier. Conor er á því að þeir Khabib eigi enn eftir að gera upp hlutina. Þetta sé samt ekki í hans höndum því ef að Nurmagomedov vill leggja bardagabuxurnar á hilluna þá verði hann bara að halda áfram án þess að berjast við Rússann. Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 29 bardaga sína á ferlinum en hann kláraði Conor McGregor í fjórðu lotu í 27. sigrinum í barsaga þeirra í október 2018. Eftir að faðir Nurmagomedov lést þá lofaði hann móður sinni að berjast ekki aftur. Conor McGregor: 'The war is not over' with Khabib Nurmagomedov #UFC257 https://t.co/zcJ9tdOijD— Marc Raimondi (@marc_raimondi) January 21, 2021 Það gekk mikið á í kringum þennan bardaga þeirra Conors og Khabib. Nurmagomedov réðst meðal annars á aðstoðarmann Conors fyrir utan búrið eftir að hann hafði klárað McGregor. Í aðdragandanum hafði Conor kastað kerru í rúðu á rútu sem Nurmagomedov sat í með þeim afleiðingum að tveir menn slösuðust. „Þetta er harður heimur. Það hefur gengið mikið á í hans persónulega lífi. Ég óska honum einskis ills. Það er langur tími liðinn frá 2018. Heimurinn veit samt vel að þessi bardagi er ekki búinn. Stríðinu milli okkar er ekki lokið,“ sagði Conor McGregor. „Sportið okkar þarf á þessum bardaga að halda og fólk vill sjá þennan bardaga. Ég ætla samt ekki að elta hann ef hann vill ekki berjast. Ég mun halda ró minni og halda áfram með mitt líf. Það er það sem ég er að gera og þess vegna er ég að berjast hér 155 punda deildinni. Ég mun sýna heiminum úr hverju ég er gerður,“ sagði McGregor. Conor McGregor mun berjast við Dustin Poirier í Abú Dabí á morgun laugardag.
MMA Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Sjá meira