Framfarir eða fullyrðingar? Þóra Björg Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2021 13:31 Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun