Framtíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara? Líf Magneudóttir skrifar 14. janúar 2021 13:00 Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun