Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 18:47 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Vísir/Vilhelm Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins sem ber titilinn Áfram gakk! Utanríkisstefna Íslands. Í skýrslunni er fjallað um allt mögulegt hvað varðar utanríkisviðskipti, svo sem um áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskan útflutning, fríverslunarsamskipti Íslands við EFTA-ríkin og ESB auk þess sem þar er að finna ýmislegt ítarefni um helstu viðskiptasamninga Íslands. Þá er viðskiptastefna Íslands og annarra EFTA-ríkja borin saman við viðskiptastefnu Evrópusambandsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um skýrsluna er meðal annars vakin athygli á því að hlutfallslega séu hér á landi mun fleiri tollskrárnúmer sem beri engan almennan toll og að meðaltollur sé töluvert lægri hér en til samanburðar við Evrópusambandið. „Hingað til höfum við talið það sjálfsagt að geta flogið til hvaða lands sem er og þeir sem sækja vinnu erlendis telja fráleitt að greiða skatt í tveimur ríkjum. Lífskjör Íslendinga byggjast á frjálsum vöru- og þjónustuviðskiptum og fjölmörg störf í landinu eru tengd utanríkisviðskiptum með einum eða öðrum hætti," segir í inngangsorðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að skýrslunni. Guðlaugur Þór ítrekar einnig mikilvægi EES-samningsins í inngangsorðum sínum. „Samningurinn er mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands og hefur tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara í aldarfjórðung. Sá ávinningur hefur fengist án þess að Ísland hafi þurft að fórna sínum hagsmunum svo nokkru nemi. Íslenska sjávarútvegsstefnan, ein aðalundirstaða hagsældar okkar, stendur sem fyrr óhögguð og á forsendum Íslands. Að sama skapi tekur landbúnaðarstefna okkar mið af íslenskum aðstæðum. Við erum ekki hluti af tollabandalagi sambandsins og getum stundað frjáls viðskipti og gert fríverslunarsamninga við þá sem okkur sýnist,“ skrifar Guðlaugur Þór. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að gera megi ráð fyrir því að þungamiðja alþjóðlegrar verslunar og viðskipta muni halda áfram að færast til austurs. Ört vaxandi millistétt sé í þeim ríkjum sem hafi tileinkað sér nýjar neysluvenjur. Bent er á mikilvægi þess í skýrslunni að fylgjast vel með þróuninni á þeim mörkuðum og að tryggja verði að net viðskiptasamninga Íslands nái til þeirra markaðssvæða þar sem hvað mestum vexti er spáð á næstu árum. Jafnframt er vakin athygli á því í skýrslunni að aðild Íslands að tollabandalagi ESB hefið í för með sér umtalsverðar breytingar á tollframkvæmd. Meðal annars gæti slík aðild leitt til hækkunar meðaltolls auk þess sem kostnaður við upptöku nýrra tollkerfa myndi nema allt að þrjátíu milljónum Evra, eða um 4,7 milljörðum króna. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins sem ber titilinn Áfram gakk! Utanríkisstefna Íslands. Í skýrslunni er fjallað um allt mögulegt hvað varðar utanríkisviðskipti, svo sem um áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskan útflutning, fríverslunarsamskipti Íslands við EFTA-ríkin og ESB auk þess sem þar er að finna ýmislegt ítarefni um helstu viðskiptasamninga Íslands. Þá er viðskiptastefna Íslands og annarra EFTA-ríkja borin saman við viðskiptastefnu Evrópusambandsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um skýrsluna er meðal annars vakin athygli á því að hlutfallslega séu hér á landi mun fleiri tollskrárnúmer sem beri engan almennan toll og að meðaltollur sé töluvert lægri hér en til samanburðar við Evrópusambandið. „Hingað til höfum við talið það sjálfsagt að geta flogið til hvaða lands sem er og þeir sem sækja vinnu erlendis telja fráleitt að greiða skatt í tveimur ríkjum. Lífskjör Íslendinga byggjast á frjálsum vöru- og þjónustuviðskiptum og fjölmörg störf í landinu eru tengd utanríkisviðskiptum með einum eða öðrum hætti," segir í inngangsorðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að skýrslunni. Guðlaugur Þór ítrekar einnig mikilvægi EES-samningsins í inngangsorðum sínum. „Samningurinn er mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands og hefur tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara í aldarfjórðung. Sá ávinningur hefur fengist án þess að Ísland hafi þurft að fórna sínum hagsmunum svo nokkru nemi. Íslenska sjávarútvegsstefnan, ein aðalundirstaða hagsældar okkar, stendur sem fyrr óhögguð og á forsendum Íslands. Að sama skapi tekur landbúnaðarstefna okkar mið af íslenskum aðstæðum. Við erum ekki hluti af tollabandalagi sambandsins og getum stundað frjáls viðskipti og gert fríverslunarsamninga við þá sem okkur sýnist,“ skrifar Guðlaugur Þór. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að gera megi ráð fyrir því að þungamiðja alþjóðlegrar verslunar og viðskipta muni halda áfram að færast til austurs. Ört vaxandi millistétt sé í þeim ríkjum sem hafi tileinkað sér nýjar neysluvenjur. Bent er á mikilvægi þess í skýrslunni að fylgjast vel með þróuninni á þeim mörkuðum og að tryggja verði að net viðskiptasamninga Íslands nái til þeirra markaðssvæða þar sem hvað mestum vexti er spáð á næstu árum. Jafnframt er vakin athygli á því í skýrslunni að aðild Íslands að tollabandalagi ESB hefið í för með sér umtalsverðar breytingar á tollframkvæmd. Meðal annars gæti slík aðild leitt til hækkunar meðaltolls auk þess sem kostnaður við upptöku nýrra tollkerfa myndi nema allt að þrjátíu milljónum Evra, eða um 4,7 milljörðum króna. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira