Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 06:01 Pence er sagður hafa tjáð Trump að hann hefði ekki vald til að hafa áhrif á þau úrslit sem ríkin skila inn en á sama tíma sagt að hann myndi liggja yfir málinu fram á síðustu mínútu. epa/J. Scott Applewhite Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira