Mannréttindi í sjávarútvegi Arnar Atlason skrifar 5. maí 2020 15:30 Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 2019 skilaði Ríkisendurskoðun úttekt um Fiskistofu. Í úttektinni var meðal annars bent á að Fiskistofa hefði ekki rækt hlutverk sitt við eftirlit með yfirráðum tengdra aðila yfir veiðiheimildum landsins. Með öðrum orðum hafði stórútgerðum landsins tekist að komast í kringum í kringum margumrædd lög þar um. Samþjöppun hefur orðið slík að þrjár stærstu blokkirnar hafa nú yfirráð yfir u.þ.b. 43% af veiðiheimildum landsins. Í kjölfarið tók til starfa verkefnisstjórn sem meðal annars skyldi fjalla um þessi mál. Þessum hluta starfs verkefnisstjórnarinnar var svo hraðað enn frekar í kjölfar Samherjamálsins en hún skilaði af sér tillögum um efnið fyrir áramót eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði gefið loforð um slíkt. Í kjölfar tillagna verkefnisstjórnarinnar urðu til drög að frumvarpi. Þeim hafa verið gerð skil á öðrum vettvangi. Það sem vekur hins vegar athygli er umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um frumvarpsdrögin. SFS segir í umsögninni að hluti tillagnanna, sem snúa að eftirliti með samruna stærri fyrirtækja og hvað teljist tengdir aðilar, geti talist sérstakt áhyggjuefni og hluti þeirra geti hreinlega verið mannréttindabrot. Ef rétt getur talist að það varði við mannréttindi að löggjafinn hyggist veita samþjöppun mótvægi í einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar þá hlýtur að mega velta eftirfarandi spurningum um mannréttindi og brot á þeim fyrir sér. Er það mannréttindabrot að greiða lægri laun en sem nemur lögvörðum kjarasamningum? Í lögum um kjarasamninga sjómanna segir að selja skuli afla gegn hæsta verði. Sjómenn í landinu geta verið á allt að helmingi lægri launum en aðrir sjómenn vegna þess að sumar útgerðir greiða ekki laun samkvæmt hæsta verði. Er það brot á mannréttindum fiskverkafólks að flytja óunninn fisk úr landi til láglaunasvæðis með það eitt að markmiði að lágmarka kostnað við vinnslu fisksins með ráðningu starfsmanna á launum langt undir launum á Íslandi? Er það mannréttindabrot að fara gegn lögum um stjórn fiskveiða? Þar segir ákaflega skýrt í 1. grein: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Fyrirtæki sem flytja fisk til vinnslu erlendis geta varla verið að tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Er það mannréttindabrot þegar þjóðin verður af tekjum af auðlindum sínum, vegna þess að sérleyfishafar ástunda undirverðlagningu í milliverðlagningu innan fyrrirtækjakeðja sinna? Tilgangurinn er sá einn að komast hjá því að greiða gjöld samkvæmt lögum til samfélagsins. Mannréttindi eru mikilvæg en ekki léttvæg. Skal hér viðurkennt að hvorki málflutningur SFS um mannréttindi né framsetning mín hér að ofan geti talist brot á þeim. Hitt er annað mál að þegar umræðan er komin á það stig að útgerðarmenn stefna annars vegar ríkinu til að greiða sér milljarða króna vegna ákvarðana við stjórn á auðlindum almennings og gráta hins vegar að það sé brot á mannréttindum þeirra að takmarka möguleika þeirra á að sölsa meira en hæfilegt getur talist af þeim auðlindum undir sig, er kannski ekki skrýtið að það fjúki í rólyndisfólk eins og fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Mín von er að útgerðarmenn haldi áfram á sömu braut svo hægt verði að fara að hreyfa eitthvað við þessum málum. Kannski er eina leiðin að reita ráðamenn okkar svo mikið til reiði að þeir hugsanlega ranki við sér. Fyrir liggur að hægt er að auka tekjur þjóðarinnar af sjávarauðlindum gríðarlega, ef samkeppnissjónarmið fá að ráða í íslenskum sjávarútvegi. Þessar tekjur geta haft mikil áhrif á afkomu okkar landsmanna. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar