Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2020 12:10 Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira