Útilokar enga möguleika um hvort ríkið eignist hlut í Icelandair Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 19:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að þá eru stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Þetta segir forsætisráðherra en staða Icelandair var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í dag. „Við höfum farið yfir þessi áform um söfnun nýs hlutafjár og styðjum félagið í þessari viðleitni og munum vera reiðubúin, ef þau ganga eftir og félaginu tekst að safna því hlutafé sem þau stefna að, þá mun ríkið vera tilbúið að koma til aðstoðar, til stuðnings, og þá með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Hún útilokar þó ekki að aðrir möguleikar verði skoðaðir, til að mynda að ríkið gerist hluthafi. „Slíkri lánalínu myndi alltaf fylgja ákveðnir skilmálar, þannig að það er ekki hægt að útiloka neitt á þessu stigi máls því þetta er í raun og veru það skref sem við höfum upplýst félagið um að við séum reiðubúin til samtals um. Það samtal hefur ekki farið fram og næsta skref er í raun og veru bara fyrir félagið að ráðast í þau áform sem það hefur uppi um að safna nýju hlutafé,“ segir Katrín. Ekki liggi heldur fyrir hversu miklar upphæðir ríkið sé reiðubúið að leggja til. „Auðvitað er það heilmikið ferli sem fer af stað í kringum slíkt. Þá þyrftum við fyrst að eiga samtal við félagið svo fremi sem söfnun nýs hlutafjár gangi eftir, síðan þarf það að sjálfsögðu að fara fyrir Alþingi og hljóta samþykki þar. Ég les nú stöðuna þannig að þar séu ýmsir flokkar mjög fylgjandi því að ríkið styðji við Icelandair, enda er öllum ljóst að þetta er mikilvægt og flugsamgöngur fyrir Ísland eru gríðarlega mikilvægar. Hugnast þér sjálfri að ríkið verði eigandi að félaginu? „Ég hef ekkert útilokað neina möguleika í því. Stóra markmiðið er bara að eyða óvissu sem fyrst, fara vel með almannafé og tryggja þessi meginmarkmið um að við séum að tryggja flugsamgöngur og við séum að gera sem mest úr þeim verðmætum sem við eigum í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað, til að mynda bara í kringum flugrekstur á Íslandi á undanförnum árum,“ Er ríkisstjórnin samstíga um það hvaða leiðir séu ákjósanlegastar hvað varðar aðkomu ríkisins? „Auðvitað erum við með ólíkar hugmyndir út frá ólíkri pólitík í ríkisstjórninni hvað þetta varðar eins og mjög margt fleira en í þessu máli skiptir bara mestu máli að við munum greina þá kosti sem eru í stöðunni, við höfum ekki útilokað neina kosti og við munum gera það sem er skynsamlegast fyrir almannahag í því,“ segir Katrín. Næsta skref sé hjá félaginu. Formenn Samfylkingarinnar og Miðflokksins inntu eftir svörum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stöðu Icelandair í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Aðgerðir stjórnvalda til þessa virðist aðeins felast í stuðningi við greiðslu launa í uppsagnarfresti. „Almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hluthafi í fyrirtækjum, þá myndi ég ávallt að vera síðasti valkosturinn. Það er hins vegar alltaf sjálfsagður hlutur að ræða að ríkið, sérstaklega ef að gengið er í ábyrgðir fyrir lánum eða veitt lán, að ríkið spyrji hvernig það geti tryggt stöðu sína, tryggt fé almennings sem að varið er til slíkra aðgerða,“ sagði Bjarni meðal annars á Alþingi í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að þá eru stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Þetta segir forsætisráðherra en staða Icelandair var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í dag. „Við höfum farið yfir þessi áform um söfnun nýs hlutafjár og styðjum félagið í þessari viðleitni og munum vera reiðubúin, ef þau ganga eftir og félaginu tekst að safna því hlutafé sem þau stefna að, þá mun ríkið vera tilbúið að koma til aðstoðar, til stuðnings, og þá með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Ríkið tilbúið í samtal við Icelandair um lán eða ábyrgð á lánum Hún útilokar þó ekki að aðrir möguleikar verði skoðaðir, til að mynda að ríkið gerist hluthafi. „Slíkri lánalínu myndi alltaf fylgja ákveðnir skilmálar, þannig að það er ekki hægt að útiloka neitt á þessu stigi máls því þetta er í raun og veru það skref sem við höfum upplýst félagið um að við séum reiðubúin til samtals um. Það samtal hefur ekki farið fram og næsta skref er í raun og veru bara fyrir félagið að ráðast í þau áform sem það hefur uppi um að safna nýju hlutafé,“ segir Katrín. Ekki liggi heldur fyrir hversu miklar upphæðir ríkið sé reiðubúið að leggja til. „Auðvitað er það heilmikið ferli sem fer af stað í kringum slíkt. Þá þyrftum við fyrst að eiga samtal við félagið svo fremi sem söfnun nýs hlutafjár gangi eftir, síðan þarf það að sjálfsögðu að fara fyrir Alþingi og hljóta samþykki þar. Ég les nú stöðuna þannig að þar séu ýmsir flokkar mjög fylgjandi því að ríkið styðji við Icelandair, enda er öllum ljóst að þetta er mikilvægt og flugsamgöngur fyrir Ísland eru gríðarlega mikilvægar. Hugnast þér sjálfri að ríkið verði eigandi að félaginu? „Ég hef ekkert útilokað neina möguleika í því. Stóra markmiðið er bara að eyða óvissu sem fyrst, fara vel með almannafé og tryggja þessi meginmarkmið um að við séum að tryggja flugsamgöngur og við séum að gera sem mest úr þeim verðmætum sem við eigum í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað, til að mynda bara í kringum flugrekstur á Íslandi á undanförnum árum,“ Er ríkisstjórnin samstíga um það hvaða leiðir séu ákjósanlegastar hvað varðar aðkomu ríkisins? „Auðvitað erum við með ólíkar hugmyndir út frá ólíkri pólitík í ríkisstjórninni hvað þetta varðar eins og mjög margt fleira en í þessu máli skiptir bara mestu máli að við munum greina þá kosti sem eru í stöðunni, við höfum ekki útilokað neina kosti og við munum gera það sem er skynsamlegast fyrir almannahag í því,“ segir Katrín. Næsta skref sé hjá félaginu. Formenn Samfylkingarinnar og Miðflokksins inntu eftir svörum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um stöðu Icelandair í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Aðgerðir stjórnvalda til þessa virðist aðeins felast í stuðningi við greiðslu launa í uppsagnarfresti. „Almennt um þá leið að ríkið taki stöðu sem hluthafi í fyrirtækjum, þá myndi ég ávallt að vera síðasti valkosturinn. Það er hins vegar alltaf sjálfsagður hlutur að ræða að ríkið, sérstaklega ef að gengið er í ábyrgðir fyrir lánum eða veitt lán, að ríkið spyrji hvernig það geti tryggt stöðu sína, tryggt fé almennings sem að varið er til slíkra aðgerða,“ sagði Bjarni meðal annars á Alþingi í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent