Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 12:41 Formaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra tókust á um hvernig ætti að koma Icelandair til aðstoðar á Alþingi í morgun. vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44