Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 18:48 Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“ Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira