Fréttir af veikindum Kim Jong-un sagðar stórlega ýktar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 16:51 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. vísir/afp Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira