Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2020 19:45 Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira