Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Birkir Már og Kári Árnason í baráttunni gegn Angel Di Maria, leikmanni Argentínu, á HM í Rússlandi 2018. EPA-EFE/PETER POWELL Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu. Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu.
Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45
Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15