ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 10:33 Íslensk stjórnvöld verða að breyta því hvernig áfengi er valið í Fríhöfnina að mati ESA. Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira