Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:39 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm 42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58