Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2026 16:00 Íbúar í Laugardal hafa beðið í árabil eftir því að bætt verði úr aðstöðu íþróttafélaga í hverfinu. Íbúar í Laugardal héldu íbúafund í gær þar sem rætt var um áratugalangt aðstöðuleysi íþróttafélagsins Ármanns. Einn íbúa og meðlimur í sérstökum aðgerðarhópi segir íbúa komna með nóg af fögrum fyrirheitum stjórnmálamanna. Ekki sé hægt að bíða lengur. Oft og ítrekað hefur verið fjallað um aðstöðuleysi íþróttafélaga í Laugardal, meðal annars í aðdraganda kosninga 2022 þegar Jón Arnór Stefánsson ásamt öðrum körfuboltakempum vöktu athygli á því að aðstaða Ármanns hefði verið óbreytt í áratugi. Lofuðu stjórnvöld því árið 2022 að Ármann og Þróttur myndu fá Laugardalshöll að fullu afhenta undir sína íþróttaiðkun eftir að þjóðarhöll væri risin í dalnum árið 2025. „Núna er árið 2025 komið og farið og við viljum fá Laugardalshöll. Við höfum verið ótrúlega þolinmóð og kurteis, en þolinmæðin er einfaldlega á þrotum,“ segir Sóley Kaldal foreldri í Laugardal og meðlimur í aðgerðarhópi Ármanns. „Okkur er alveg sama hvað verður um þessa þjóðarhöll, hvort hún komi á morgun eða eftir tíu ár, fyrir okkur foreldra í dalnum skiptir það engu máli.“ Aðgerðarhópurinn hélt íbúafund í Laugardalshöll í gær vegna aðstöðumála. Þangað mættu hundrað manns. Að sögn Sóleyjar var hópurinn stofnaður af langþreyttum foreldrum í hverfinu, með engin fjárhagsleg tengsl við Ármann. Aðstöðuleysi um árabil Sóley bendir á að körfuknattleiksdeild Ármanns sé sú stærsta í Reykjavík, sú næst stærsta á landinu. Þrátt fyrir það eigi félagið enga körfuboltavelli sem hægt sé að nálgast að vild. „Heldur er einungis aðgengi að völlum hér og þar innan hverfis og utan, allt í samráði og flóknum samskiptum við embættismannakerfi Reykjavíkurborgar.“ Þá séu svipaðar fréttir af frjálsíþróttadeild Ármanns sem Sóley segir þjarmað að, jafnvel þó félagið hafi aðgengi að frjálsíþróttahöll í Laugardalshöll að hluta á móti ÍR og Fjölni. Bæði þau félög eigi aðstöðu í eigin hverfi, sem Ármann eigi ekki. Sóley segir samninga um skýrt aðgengi Ármanns að Laugardalshöll og bætta þjónustu sem gerðir hafi verið 1998 og 2005 við borgina auk þess aldrei hafa verið virta. Ármann hafði aðstöðu á Valbjarnarvelli, á Laugardalsvelli og í kjallara KSÍ stúkunnar en það hafi allt verið tekið á síðustu árum og breytt í aðra nýtingu. Kastvellinum hafi ekki verið haldið við í áravís. Sóley bendir á að Laugardalur sé næst stærsta hverfi borgarinnar, sambærilegt að stærð og Akureyri. Aðstöðuleysið teygi sig víðar en til Ármanns, í hverfinu séu fjórir grunnskólar og einungis einn þeirra með skólaíþróttahúsi. Það hafi verið byggt árið 1944 og kallist hreyfisvæði í dag, það sé svo lítið, líkt og tvöfaldur bílskúr. „Umfram allt vill Ármann vekja athygli á því að við höfum ekkert félagshús þar sem iðkendur, aðallega börn, geta komið og átt öruggt skjól, góðar fyrirmyndir og gott félagslíf. Staður þar sem þau tilheyra og eru velkomin, geta borðað nesti, spjallað og gert heimanám milli æfinga. Ílengst og hreyft sig og varið deginum. Ármann hefur engin lyklavöld að Laugardalshöll, starfsfólk Hallarinnar vinnur fyrir félagið Íþrótta- og sýningarhöllina hf. Börnin upplifa sig eins og þau séu fyrir og óvelkomin og engar merkingar mega vera á Höllinni sem segir neitt annað.“ Óttast að málið gleymist aftur eftir kosningar Stofnaður hefur verið spretthópur Reykjavíkurborgar til að bregðast við ákalli aðgerðarhóps Ármanns. Sóley segir að spretthópurinn eigi að skila niðurstöðu vinnu sinnar um tillögur að úrbótum í mars. „Við upplifum það að borgarstjóri hlusti á það sem við segjum og svaraði kallinu með því að stofna þennan spretthóp. Við erum þakklát fyrir það, en það er búin að byggjast upp mikil gremja og óþolinmæði því við höfum þurft að búa við þetta í áratugi,“ segir Sóley. „Það eru til dæmis komin tuttugu ár frá því að Ármann afsalaði sér mjög dýru landsvæði í Sóltúni til Reykjavíkurborgar. Það var 2005 og lofaði borgin því að byggja fimleikahús í Laugardal í staðinn sem hún og gerði, það er hið fínasta hús þó það sé sprungið. Það átti líka að vinna þarfagreiningu um framtíðaraðstöðumál og byggja í samræmi við það og tryggja Ármanni fullan forgang fyrir sína íþróttaiðkun í Laugardalshöll.“ Sóley segir íbúa hafa kallað eftir umbótum í aðdraganda síðustu kosninga 2021. Þá hafi stjórnvöld brugðist við með því að lofa Ármanni Laugardalshöllinni þegar ný þjóðarhöll risi 2025. Sóley segir íbúa helst óttast að stjórnmálamenn muni nú lofa öllu fögru í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í maí en svo ekki söguna meir. „Að fylgið verði sótt til okkar í því umboði að það eigi að gera eitthvað fyrir okkur en svo þegar ný stjórn verði komin að þá munum við gleymast aftur. Það hefur ekkert verið sagt eða gert sem við getum treyst á og við myndum helst vilja fá eitthvað skriflegt fyrir kosningar,“ segir Sóley. Árið 2021 hitti Gaupi þá Jón Arnór Stefánsson og Odd Jóhannsson og ræddi við þá um aðstöðuleysi Ármanns. Reykjavík Ármann Íþróttir barna Tengdar fréttir Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. 23. janúar 2024 16:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Oft og ítrekað hefur verið fjallað um aðstöðuleysi íþróttafélaga í Laugardal, meðal annars í aðdraganda kosninga 2022 þegar Jón Arnór Stefánsson ásamt öðrum körfuboltakempum vöktu athygli á því að aðstaða Ármanns hefði verið óbreytt í áratugi. Lofuðu stjórnvöld því árið 2022 að Ármann og Þróttur myndu fá Laugardalshöll að fullu afhenta undir sína íþróttaiðkun eftir að þjóðarhöll væri risin í dalnum árið 2025. „Núna er árið 2025 komið og farið og við viljum fá Laugardalshöll. Við höfum verið ótrúlega þolinmóð og kurteis, en þolinmæðin er einfaldlega á þrotum,“ segir Sóley Kaldal foreldri í Laugardal og meðlimur í aðgerðarhópi Ármanns. „Okkur er alveg sama hvað verður um þessa þjóðarhöll, hvort hún komi á morgun eða eftir tíu ár, fyrir okkur foreldra í dalnum skiptir það engu máli.“ Aðgerðarhópurinn hélt íbúafund í Laugardalshöll í gær vegna aðstöðumála. Þangað mættu hundrað manns. Að sögn Sóleyjar var hópurinn stofnaður af langþreyttum foreldrum í hverfinu, með engin fjárhagsleg tengsl við Ármann. Aðstöðuleysi um árabil Sóley bendir á að körfuknattleiksdeild Ármanns sé sú stærsta í Reykjavík, sú næst stærsta á landinu. Þrátt fyrir það eigi félagið enga körfuboltavelli sem hægt sé að nálgast að vild. „Heldur er einungis aðgengi að völlum hér og þar innan hverfis og utan, allt í samráði og flóknum samskiptum við embættismannakerfi Reykjavíkurborgar.“ Þá séu svipaðar fréttir af frjálsíþróttadeild Ármanns sem Sóley segir þjarmað að, jafnvel þó félagið hafi aðgengi að frjálsíþróttahöll í Laugardalshöll að hluta á móti ÍR og Fjölni. Bæði þau félög eigi aðstöðu í eigin hverfi, sem Ármann eigi ekki. Sóley segir samninga um skýrt aðgengi Ármanns að Laugardalshöll og bætta þjónustu sem gerðir hafi verið 1998 og 2005 við borgina auk þess aldrei hafa verið virta. Ármann hafði aðstöðu á Valbjarnarvelli, á Laugardalsvelli og í kjallara KSÍ stúkunnar en það hafi allt verið tekið á síðustu árum og breytt í aðra nýtingu. Kastvellinum hafi ekki verið haldið við í áravís. Sóley bendir á að Laugardalur sé næst stærsta hverfi borgarinnar, sambærilegt að stærð og Akureyri. Aðstöðuleysið teygi sig víðar en til Ármanns, í hverfinu séu fjórir grunnskólar og einungis einn þeirra með skólaíþróttahúsi. Það hafi verið byggt árið 1944 og kallist hreyfisvæði í dag, það sé svo lítið, líkt og tvöfaldur bílskúr. „Umfram allt vill Ármann vekja athygli á því að við höfum ekkert félagshús þar sem iðkendur, aðallega börn, geta komið og átt öruggt skjól, góðar fyrirmyndir og gott félagslíf. Staður þar sem þau tilheyra og eru velkomin, geta borðað nesti, spjallað og gert heimanám milli æfinga. Ílengst og hreyft sig og varið deginum. Ármann hefur engin lyklavöld að Laugardalshöll, starfsfólk Hallarinnar vinnur fyrir félagið Íþrótta- og sýningarhöllina hf. Börnin upplifa sig eins og þau séu fyrir og óvelkomin og engar merkingar mega vera á Höllinni sem segir neitt annað.“ Óttast að málið gleymist aftur eftir kosningar Stofnaður hefur verið spretthópur Reykjavíkurborgar til að bregðast við ákalli aðgerðarhóps Ármanns. Sóley segir að spretthópurinn eigi að skila niðurstöðu vinnu sinnar um tillögur að úrbótum í mars. „Við upplifum það að borgarstjóri hlusti á það sem við segjum og svaraði kallinu með því að stofna þennan spretthóp. Við erum þakklát fyrir það, en það er búin að byggjast upp mikil gremja og óþolinmæði því við höfum þurft að búa við þetta í áratugi,“ segir Sóley. „Það eru til dæmis komin tuttugu ár frá því að Ármann afsalaði sér mjög dýru landsvæði í Sóltúni til Reykjavíkurborgar. Það var 2005 og lofaði borgin því að byggja fimleikahús í Laugardal í staðinn sem hún og gerði, það er hið fínasta hús þó það sé sprungið. Það átti líka að vinna þarfagreiningu um framtíðaraðstöðumál og byggja í samræmi við það og tryggja Ármanni fullan forgang fyrir sína íþróttaiðkun í Laugardalshöll.“ Sóley segir íbúa hafa kallað eftir umbótum í aðdraganda síðustu kosninga 2021. Þá hafi stjórnvöld brugðist við með því að lofa Ármanni Laugardalshöllinni þegar ný þjóðarhöll risi 2025. Sóley segir íbúa helst óttast að stjórnmálamenn muni nú lofa öllu fögru í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í maí en svo ekki söguna meir. „Að fylgið verði sótt til okkar í því umboði að það eigi að gera eitthvað fyrir okkur en svo þegar ný stjórn verði komin að þá munum við gleymast aftur. Það hefur ekkert verið sagt eða gert sem við getum treyst á og við myndum helst vilja fá eitthvað skriflegt fyrir kosningar,“ segir Sóley. Árið 2021 hitti Gaupi þá Jón Arnór Stefánsson og Odd Jóhannsson og ræddi við þá um aðstöðuleysi Ármanns.
Reykjavík Ármann Íþróttir barna Tengdar fréttir Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. 23. janúar 2024 16:03 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. 23. janúar 2024 16:03