Stöðumælaverðir láta kórónuveiru ekki stoppa sig Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2020 15:31 Þó nú sé nóg af stæðum, Reykjavík er orðin hálfgerð draugaborg í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, þá halda stöðumælaverðir ótrauðir sínu striki. visir/jakob Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira