Handhafi stoðsendingametsins á Íslandi lést úr COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 13:04 Mynd af David Edwards á Twittersíðu Texas A&M skólans. Mynd/@aggiembk David Edwards, fyrrum leikmaður KR í úrvalsdeild karla í körfubolta, er látinn eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. David Edwards lést heima hjá sér í New York á mánudaginn. Hann fæddist í desember 1971 og var 48 ára gamall. David Edwards lék með KR á 1996-97 tímabilinu en hann var líka fyrrum leikmaður Texas A&M háskólans þar sem hann á mörg skólamet. Here.Texas A&M Legend David Edwards Passes Awayhttps://t.co/8qOjTATURY pic.twitter.com/zwtaTTahNH— Texas A&M Basketball (@aggiembk) March 24, 2020 Fulltrúi Texas A&M skólans staðfesti fréttirnar við blaðamann Dallas Morning News. David Edwards setti stoðsendingamet með KR þetta tímabil hans á Íslandi fyrir meira en tuttugu árum þegar hann gaf 18 stoðsendingar í leik á móti ÍR á Seltjarnarnesinu. Enginn annar leikmaður hefur náð að gefa 18 stoðsendingar í einum deildarleik í úrvalsdeild karla og stendur metið því enn. Pavel Ermolinskij komst nálægt því fyrr í vetur þegar hann gaf 17 stoðsendingar í sigri Vals á Fjölni. David Edwards hóf háskólaferill sinn með Georgetown tímabilið 1989-90 en skipti svo yfir í Texas A&M þar sem hann var með 13,5 stig, 4,9 fráköst og 7,1 stosðendingu að meðaltali í leik á þremur árum. Former Texas A&M basketball player David Edwards dies from coronavirus https://t.co/fOdIzRhupq— SportsDayDFW (@SportsDayDFW) March 24, 2020 Hann gaf meðal annars 265 stoðsendingar á einu tímabili sem er enn félagsmet hjá Texas A&M. Hann er líka sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar (602) og stolið flestum boltum (228) í sögu Texas A&M skólans. David Edwards lék bara átta leiki með KR-liðinu tímabilið 1996-97 og var með 20,8 stig, 10,4 stoðsendingar og 4,3 stolna bolta að meðaltali í þeim. Hann yfirgaf félagið um áramótin. R.I.P. David Edwards. #NYC guard from Andrew Jackson HS. Played 1 year at Georgetown then transferred to Texas A&M. 1990-94. Found an article on him, he said, "I wish I could've been more mature after high school. I could've listened more. pic.twitter.com/1S9PIeuywk— Steve Finamore (@CoachFinamore) March 24, 2020 RIP DAVID EDWARDS aka DAVE BOOGIEThe Queens legend played at Georgetown & Texas A&M.He passed away on Monday due to the coronavirus pic.twitter.com/C8YY6nRXfM— Ballislife.com (@Ballislife) March 24, 2020 Yesterday we got word of something no coach ever wants to hear about one of their players. David Edwards who played for us at Texas A&M passed away in NYC from complications of COVID-19. David was a fierce competitor and a loyal teammate. (1/2) pic.twitter.com/MtQW8jK3pC— Frank Haith (@FrankHaithTulsa) March 24, 2020 Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Íslandsvinir KR Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
David Edwards, fyrrum leikmaður KR í úrvalsdeild karla í körfubolta, er látinn eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. David Edwards lést heima hjá sér í New York á mánudaginn. Hann fæddist í desember 1971 og var 48 ára gamall. David Edwards lék með KR á 1996-97 tímabilinu en hann var líka fyrrum leikmaður Texas A&M háskólans þar sem hann á mörg skólamet. Here.Texas A&M Legend David Edwards Passes Awayhttps://t.co/8qOjTATURY pic.twitter.com/zwtaTTahNH— Texas A&M Basketball (@aggiembk) March 24, 2020 Fulltrúi Texas A&M skólans staðfesti fréttirnar við blaðamann Dallas Morning News. David Edwards setti stoðsendingamet með KR þetta tímabil hans á Íslandi fyrir meira en tuttugu árum þegar hann gaf 18 stoðsendingar í leik á móti ÍR á Seltjarnarnesinu. Enginn annar leikmaður hefur náð að gefa 18 stoðsendingar í einum deildarleik í úrvalsdeild karla og stendur metið því enn. Pavel Ermolinskij komst nálægt því fyrr í vetur þegar hann gaf 17 stoðsendingar í sigri Vals á Fjölni. David Edwards hóf háskólaferill sinn með Georgetown tímabilið 1989-90 en skipti svo yfir í Texas A&M þar sem hann var með 13,5 stig, 4,9 fráköst og 7,1 stosðendingu að meðaltali í leik á þremur árum. Former Texas A&M basketball player David Edwards dies from coronavirus https://t.co/fOdIzRhupq— SportsDayDFW (@SportsDayDFW) March 24, 2020 Hann gaf meðal annars 265 stoðsendingar á einu tímabili sem er enn félagsmet hjá Texas A&M. Hann er líka sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar (602) og stolið flestum boltum (228) í sögu Texas A&M skólans. David Edwards lék bara átta leiki með KR-liðinu tímabilið 1996-97 og var með 20,8 stig, 10,4 stoðsendingar og 4,3 stolna bolta að meðaltali í þeim. Hann yfirgaf félagið um áramótin. R.I.P. David Edwards. #NYC guard from Andrew Jackson HS. Played 1 year at Georgetown then transferred to Texas A&M. 1990-94. Found an article on him, he said, "I wish I could've been more mature after high school. I could've listened more. pic.twitter.com/1S9PIeuywk— Steve Finamore (@CoachFinamore) March 24, 2020 RIP DAVID EDWARDS aka DAVE BOOGIEThe Queens legend played at Georgetown & Texas A&M.He passed away on Monday due to the coronavirus pic.twitter.com/C8YY6nRXfM— Ballislife.com (@Ballislife) March 24, 2020 Yesterday we got word of something no coach ever wants to hear about one of their players. David Edwards who played for us at Texas A&M passed away in NYC from complications of COVID-19. David was a fierce competitor and a loyal teammate. (1/2) pic.twitter.com/MtQW8jK3pC— Frank Haith (@FrankHaithTulsa) March 24, 2020
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Íslandsvinir KR Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira