Hver er staða ferðaþjónustunnar? Friðrik Árnason skrifar 19. apríl 2020 10:30 Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun