Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 15:48 Kanínuhræ eru á víð og dreif í Elliðaárdal. vísir/vilhelm Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“ Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“
Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16