Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2020 18:15 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er ánægður með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Við erum ánægð með það sem er komið fram já. Þetta eru afgerandi efnahagslegar aðgerðir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Vísi. Eins og Vísir greindi skilmerkilega frá fyrr í dag hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðaáætlun til að mæta fyrirsjáanlegum efnahagsþrengingum sem þegar eru komnar á daginn vegna kórónuveirunnar. „Staðan þróast hratt þessa daga núna og mikilvægt að þetta sé komið fram til að fyrirtækin geti horft inn í framtíðina og metið stöðuna,“ segir Jóhannes Þór. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki eins ánægður með pakkann. En hann skrifaði stuttan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni og taldi þar alltof skammt gengið. Jóhannes Þór segir hins vegar að aðgerðirnar muni styðja við erfiða baráttu ferðaþjónustufyrirtækja við að fleyta sér yfir þessi tímabundnu stóráföll og auka líkurnar á því að atvinnugreinin eigi möguleika á að nýta tækifærin með samstilltu átaki þegar samfélög heims komast út úr þessu ástandi og ferðavilji fólks glæðist á ný. „Það er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld stíga nú fram með skýrar og afgerandi aðgerðir til að taka á þeim gríðarstóru áskorunum sem atvinnulíf og samfélagið standa frammi fyrir næstu mánuði. Ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir því að vera nær algerlega tekjulaus næstu þrjá mánuði og aðgerðir stjórnvalda eru forsenda þess að þau geti endurskipulagt starfsemi sína með það að forgangsmáli að halda starfseminni gangandi og verja störf í greininni eins og mögulegt er í þessum fordæmalausu aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira