Gefa leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 21:42 Leigufélagið Þórsgarður ákvað að leggja sitt af mörkum á þessum óvissutímum og hefur fellt niður leigu næstu tvo mánuði. Vísir/Vilhelm Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48