Slorið á tímum Coronavírussins Arnar Atlason skrifar 17. mars 2020 15:30 Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar