Draga úr viðveru í þingsalnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. mars 2020 12:19 Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins. Vísir/Vilhelm Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hugsanlega verða atkvæðagreiðslur opnar í lengri tíma svo að þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu. Á föstudaginn var afgreitt á Alþingi frumvarp sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Þá hafa verið samþykkt lög sem veita Lyfjastofnun tímabundnar heimildir til að leggja á bann við útflutningi lyfja. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gerir ráð fyrir að í þessari viku verði afgreidd þrjú frumvörp sem snúa að viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Sjá einnig: Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Tvö frá félags- og barnamálaráðherra og eitt frá umhverfis- og samgöngunefnd. „Það er um launagreiðslur fólks í sóttkví og það er um hlutagreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði á móti lækkuðu starfshlutfalli og svo frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar vegna neyðaraðstæðna í sveitarfélögum sem heimilar frávik frá sveitarstjórnalögum eða samþykktum sveitarfélaga hvað varðar það hvernig hægt sé að taka ákvarðanir þá eða afgreiða mál með fjarfundum eða annað í þeim dúr,“ segir Steingrímur. Sjá einnig: Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Þingfundum verður fækkað í vikunni frá því sem starfsáætlun gerði ráð fyrir. „Við ætlum að fara niður í tvo þingfundadaga. Nefndastarfið helst svona að mestu óbreytt það er þó bara í höndum hverrar nefndar fyrir sig,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að þær nefndir sem fjalla um þau mál sem sé mest aðkallandi að afgreiða í vikunni þurfi að funda. Þingnefndir geta eftir atvikum fundað í gegnum fjarfundabúnað en þingfundir og atkvæðagreiðslur verða að fara fram í þingsal. Einhver önnur mál kunni að vera tekin fyrir á þessum tveimur þingfundadögum í vikunni sem verða á morgun og á fimmtudaginn. Hugsanlega verður lögð áhersla á að koma einhverjum málum til nefndar og klára önnur sem bíða tilbúin til þriðju umræðu. „Við beinum sjónum að því mikilvægasta og drögum úr viðveru í þingsalnum og það bætast auðvitað við fjölmargar ráðstafanir sem hér er búið að gera á staðnum til að reyna að draga úr áhættu eins og kostur er,“ segir Steingrímur. Hugsanlega munu atkvæðagreiðslur standa yfir í lengri tíma en gengur og gerist svo þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu.Vísir/Vilhelm Þá er spurning hvernig atkvæðagreiðslum er háttað þegar samkomubann hefur tekið gildi og þau tilmæli gefin út að fólk reyni að halda um tveggja metra bili á milli sín. „Við eigum svolítið erfitt með það vegna þess að þar stendur stjórnarskráin auðvitað alveg föst fyrir, það er hæpið að sjá fyrir sér að ákvarðanir Alþingis séu lögmætar nema að 32 þingmenn hið minnsta taki þátt í afgreiðslu þeirra á staðnum,“ segir Steingrímur. „En við getum haft atkvæðagreiðslurnar opnar í lengri tíma þannig að þaðþurfi ekki allir að vera inni ásama tíma og síðan auðvitaðgetum við reynt að hafa þær eins einfaldar og kostur er og fáar. Markmiðiðer auðvitað allt saman aðreyna að halda þinginu starfhæfu eins lengi og mögulegt er og helst alveg ígegnum þetta,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hugsanlega verða atkvæðagreiðslur opnar í lengri tíma svo að þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu. Á föstudaginn var afgreitt á Alþingi frumvarp sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Þá hafa verið samþykkt lög sem veita Lyfjastofnun tímabundnar heimildir til að leggja á bann við útflutningi lyfja. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gerir ráð fyrir að í þessari viku verði afgreidd þrjú frumvörp sem snúa að viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Sjá einnig: Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Tvö frá félags- og barnamálaráðherra og eitt frá umhverfis- og samgöngunefnd. „Það er um launagreiðslur fólks í sóttkví og það er um hlutagreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði á móti lækkuðu starfshlutfalli og svo frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar vegna neyðaraðstæðna í sveitarfélögum sem heimilar frávik frá sveitarstjórnalögum eða samþykktum sveitarfélaga hvað varðar það hvernig hægt sé að taka ákvarðanir þá eða afgreiða mál með fjarfundum eða annað í þeim dúr,“ segir Steingrímur. Sjá einnig: Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Þingfundum verður fækkað í vikunni frá því sem starfsáætlun gerði ráð fyrir. „Við ætlum að fara niður í tvo þingfundadaga. Nefndastarfið helst svona að mestu óbreytt það er þó bara í höndum hverrar nefndar fyrir sig,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að þær nefndir sem fjalla um þau mál sem sé mest aðkallandi að afgreiða í vikunni þurfi að funda. Þingnefndir geta eftir atvikum fundað í gegnum fjarfundabúnað en þingfundir og atkvæðagreiðslur verða að fara fram í þingsal. Einhver önnur mál kunni að vera tekin fyrir á þessum tveimur þingfundadögum í vikunni sem verða á morgun og á fimmtudaginn. Hugsanlega verður lögð áhersla á að koma einhverjum málum til nefndar og klára önnur sem bíða tilbúin til þriðju umræðu. „Við beinum sjónum að því mikilvægasta og drögum úr viðveru í þingsalnum og það bætast auðvitað við fjölmargar ráðstafanir sem hér er búið að gera á staðnum til að reyna að draga úr áhættu eins og kostur er,“ segir Steingrímur. Hugsanlega munu atkvæðagreiðslur standa yfir í lengri tíma en gengur og gerist svo þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu.Vísir/Vilhelm Þá er spurning hvernig atkvæðagreiðslum er háttað þegar samkomubann hefur tekið gildi og þau tilmæli gefin út að fólk reyni að halda um tveggja metra bili á milli sín. „Við eigum svolítið erfitt með það vegna þess að þar stendur stjórnarskráin auðvitað alveg föst fyrir, það er hæpið að sjá fyrir sér að ákvarðanir Alþingis séu lögmætar nema að 32 þingmenn hið minnsta taki þátt í afgreiðslu þeirra á staðnum,“ segir Steingrímur. „En við getum haft atkvæðagreiðslurnar opnar í lengri tíma þannig að þaðþurfi ekki allir að vera inni ásama tíma og síðan auðvitaðgetum við reynt að hafa þær eins einfaldar og kostur er og fáar. Markmiðiðer auðvitað allt saman aðreyna að halda þinginu starfhæfu eins lengi og mögulegt er og helst alveg ígegnum þetta,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira