Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2020 13:00 Úr vöndu er að ráða þetta árið. Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2020 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um fimm þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira