Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2020 13:00 Úr vöndu er að ráða þetta árið. Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2020 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um fimm þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira