Þurfum við að óttast kuldabola? Guðmundur Óli Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 18:44 Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun