Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 21:10 Hér má sjá tundurskeytið. Mynd/Aðsend Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss. Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss.
Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira