Samkynja pörum í Ungverjalandi bannað að ættleiða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 23:20 Samkynja pör munu eftir daginn í dag ekki geta ættleitt börn í Ungverjalandi. Getty/Michele Amoruso/Varuth Pongsapipatt Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna. Samkynja hjónabönd eru bönnuð í Ungverjalandi en samkynja pör hafa hingað til getað ættleitt börn, ef aðeins annað foreldrið hefur sótt um ættleiðingu. Orban hefur komið róttækum breytingum á stjórnarskrá Ungverjalands í gegn frá því að hann tók við embætti árið 2010. Til dæmis var stjórnarskrárbreyting samþykkt á þinginu í dag sem felur í sér skilgreiningu á fjölskyldunni. Fjölskyldan byggist á hjónabandi og sambandi foreldris og barns. Móðirin er kona og faðirinn karlmaður samkvæmt breytingunni. Nú munu samkynja pör því ekki geta ættleitt börn, jafnvel þó svo að annað þeirra sæki um sem „einhleypur einstaklingur.“ „Meginreglan er sú að aðeins hjón geta ættleitt barn, það er, karl og kona sem eru gift,“ sagði Judit Varga, dómsmálaráðherra í dag. Einhleypir munu því þurfa að fá sérstaka undanþágu, sem veitt er af yfirvöldum, til þess að geta ættleitt börn. Þá segir einnig í stjórnarskránni að foreldrar þurfi að ala börn sín upp með „íhaldssöm sjónarmið að leiðarljósi.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ungversk yfirvöld vega að réttindum hinsegin fólks en í maí síðastliðnum samþykkti þingið lög sem banna trans fólki að breyta kyni sínu á opinberum skjölum. Kynið á skjölunum þurfi að samsvara kyninu sem því var úthlutað við fæðingu. Hinsegin Málefni transfólks Ungverjaland Tengdar fréttir Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Samkynja hjónabönd eru bönnuð í Ungverjalandi en samkynja pör hafa hingað til getað ættleitt börn, ef aðeins annað foreldrið hefur sótt um ættleiðingu. Orban hefur komið róttækum breytingum á stjórnarskrá Ungverjalands í gegn frá því að hann tók við embætti árið 2010. Til dæmis var stjórnarskrárbreyting samþykkt á þinginu í dag sem felur í sér skilgreiningu á fjölskyldunni. Fjölskyldan byggist á hjónabandi og sambandi foreldris og barns. Móðirin er kona og faðirinn karlmaður samkvæmt breytingunni. Nú munu samkynja pör því ekki geta ættleitt börn, jafnvel þó svo að annað þeirra sæki um sem „einhleypur einstaklingur.“ „Meginreglan er sú að aðeins hjón geta ættleitt barn, það er, karl og kona sem eru gift,“ sagði Judit Varga, dómsmálaráðherra í dag. Einhleypir munu því þurfa að fá sérstaka undanþágu, sem veitt er af yfirvöldum, til þess að geta ættleitt börn. Þá segir einnig í stjórnarskránni að foreldrar þurfi að ala börn sín upp með „íhaldssöm sjónarmið að leiðarljósi.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ungversk yfirvöld vega að réttindum hinsegin fólks en í maí síðastliðnum samþykkti þingið lög sem banna trans fólki að breyta kyni sínu á opinberum skjölum. Kynið á skjölunum þurfi að samsvara kyninu sem því var úthlutað við fæðingu.
Hinsegin Málefni transfólks Ungverjaland Tengdar fréttir Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18
Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52