Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 17:44 Kári Stefánsson telur ólíklegt að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fundist hefur í Bretlandi, sé ónæmt fyrir bóluefnum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. „Mér finnst harla ólíklegt og það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira sleppi fram hjá því ónæmissvari sem bóluefni valda. Það er mjög ólíklegt,“ sagði Kári Stefánsson í Reykjavík síðdegis í dag. Hann útskýrði að mörg afbrigði væru til af veirunni og mikið sé um stökkbreytingar sem ekki hafi verið þekktar í vor. „Það sem hann er að öllum líkindum að vitna til er veirustofn sem er með 33 stökkbreytingar ofan á þetta gamla afbrigði sem kom frá Ítalíu. Ef þið veltið fyrir ykkur hvernig samanburðurinn er á því við það sem við kölluðum frönsku veiruna, eða bláu, þá er hún með 14 stökkbreytingar ofan á þetta. En þetta höfum við séð og þetta hefur sést í Danmörku og hefur breiðst út þar,“ segir Kári. „En það er mjög lítið sem bendir til þess að þessi veira með þetta stökkbreytingarmynstur flýti sér miklu meira en önnur afbrigði af veirunni. En þó er sami möguleiki að þetta breiðist út ívið hraðar en það er ekkert sem skiptir meginmáli,“ segir Kári. Það sé yfirleitt þannig með veirur af þessari gerð að þegar þær stökkbreyti sér verði þær meira smitandi en valdi minni skaða. Hann varar fólk einnig við því að trúa öllu sem stjórnmálamenn segi um vísindi. „Það var breskur heilbrigðisráðherra, sem er fyrst og fremst stjórnmálamaður, sem er að flytja okkur fréttir af nýrri veiru. Ég held að það sé mjög skynsamlegt að hafa það sem þumalfingursreglu að trúa ekki einu einasta orði sem stjórnmálamenn segja um vísindi. Þegar þeir lýsa tilkomu nýrrar veiru held ég að maður eigi bara að halla sér aftur í sætinu, horfa út um gluggann og njóta þess að sjá hvað er fallegt úti og ekki láta þetta trufla sig, hvorki á einn né annan máta,“ segir Kári. Kári segist ekki telja það skynsamlegt að slaka eigi frekar á sóttvarnaaðgerðum, þrátt fyrir að aðeins þrír hafi greinst smitaðir af veirunni hér á landi í gær. „Ég held að það væri afskaplega óskynsamlegt. Nú erum við að sigla inn í jólahátíðina þar sem menn koma mikið saman sem býður upp á að veiran geti breiðst út mjög hratt. Ég held að við eigum að standa á tánum, ég held að við eigum að teygja okkur eins langt og hægt er til þess að minnka samskipti manna á milli þannig að við komumst í gegn um afganginn af þessu ári án þess að fá nýja bylgju. Allt annað væri óskynsamlegt,“ segir Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Mér finnst harla ólíklegt og það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira sleppi fram hjá því ónæmissvari sem bóluefni valda. Það er mjög ólíklegt,“ sagði Kári Stefánsson í Reykjavík síðdegis í dag. Hann útskýrði að mörg afbrigði væru til af veirunni og mikið sé um stökkbreytingar sem ekki hafi verið þekktar í vor. „Það sem hann er að öllum líkindum að vitna til er veirustofn sem er með 33 stökkbreytingar ofan á þetta gamla afbrigði sem kom frá Ítalíu. Ef þið veltið fyrir ykkur hvernig samanburðurinn er á því við það sem við kölluðum frönsku veiruna, eða bláu, þá er hún með 14 stökkbreytingar ofan á þetta. En þetta höfum við séð og þetta hefur sést í Danmörku og hefur breiðst út þar,“ segir Kári. „En það er mjög lítið sem bendir til þess að þessi veira með þetta stökkbreytingarmynstur flýti sér miklu meira en önnur afbrigði af veirunni. En þó er sami möguleiki að þetta breiðist út ívið hraðar en það er ekkert sem skiptir meginmáli,“ segir Kári. Það sé yfirleitt þannig með veirur af þessari gerð að þegar þær stökkbreyti sér verði þær meira smitandi en valdi minni skaða. Hann varar fólk einnig við því að trúa öllu sem stjórnmálamenn segi um vísindi. „Það var breskur heilbrigðisráðherra, sem er fyrst og fremst stjórnmálamaður, sem er að flytja okkur fréttir af nýrri veiru. Ég held að það sé mjög skynsamlegt að hafa það sem þumalfingursreglu að trúa ekki einu einasta orði sem stjórnmálamenn segja um vísindi. Þegar þeir lýsa tilkomu nýrrar veiru held ég að maður eigi bara að halla sér aftur í sætinu, horfa út um gluggann og njóta þess að sjá hvað er fallegt úti og ekki láta þetta trufla sig, hvorki á einn né annan máta,“ segir Kári. Kári segist ekki telja það skynsamlegt að slaka eigi frekar á sóttvarnaaðgerðum, þrátt fyrir að aðeins þrír hafi greinst smitaðir af veirunni hér á landi í gær. „Ég held að það væri afskaplega óskynsamlegt. Nú erum við að sigla inn í jólahátíðina þar sem menn koma mikið saman sem býður upp á að veiran geti breiðst út mjög hratt. Ég held að við eigum að standa á tánum, ég held að við eigum að teygja okkur eins langt og hægt er til þess að minnka samskipti manna á milli þannig að við komumst í gegn um afganginn af þessu ári án þess að fá nýja bylgju. Allt annað væri óskynsamlegt,“ segir Kári Stefánsson.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59