Burtu með biðlistana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 15. desember 2020 11:32 Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar