Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 13:45 Bresk stjórnvöld hafa þráast við að viðhafa hertar reglur yfir jól. epa/Andy Rain Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38
Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40