Enn líf í Brexit-viðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2020 13:20 Johnson og starfsfólk Downing-strætis tíu hefur í nógu að snúast þessa dagana. Kötturinn Larry, sem sér um meindýravarnir forsætisráðherraembættisins, kemur þó ekki nærri Brexit-viðræðunum. AP/Alberto Pezzali Bretland og Evrópusambandið ákváðu í gær að halda áfram viðræðum um viðskiptasamning þótt enn beri mikið á milli. Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi. Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli. Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum. Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi. Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli. Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum.
Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01
Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39