Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 12:37 Jón Óttar hefur starfað fyrir Samherja undanfarin ár. Youtube Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti. Samherjaskjölin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti.
Samherjaskjölin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira