Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:30 Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum. Þótt margt sé skrýtið á Alþingi, líkt og á öðrum vinnustöðum, segi ég honum að mér finnist þingmenn allra flokka, sem starfsfólk leggi sig fram. Þingmenn séu að vanda sig, svona oftast nær þótt það þýði ekki endilega að allt sé í lagi. Þessi maður sagðist lítið erindi hafa annað en að árétta tortryggni sína þegar kæmi að útgöngubanninu, sem ríkisstjórnin hefði boðað að gera að lögum. Eins og það væri verið að smygla inn einhverju skrýtnu á þessum tímum. Að því búnu kvaddi hann vinsamlega og ég kláraði kaupin. Þetta er ekki eini einstaklingurinn sem rætt hefur við mig um tillögu ríkisstjórnar um að setja heimildaákvæði um útgöngubann en áhyggjurnar eru eðlilegar. Og á að taka alvarlega. Sjálf sé ég ekki knýjandi þörf á að setja svona íþyngjandi ákvæði í lög þegar meira en þokkalega hefur gengið að berjast við veiruna, með þeim tólum og tækjum sem nú eru í gildandi lögum. Almenningur hefur staðið sig vel í stórum dráttum samkvæmt núgildandi lögum undir forystu sóttvarnaryfirvalda. En þar fyrir utan þá þarfnast svona afdrifaríkt og þungbært úrræði yfirvegunar og gaumgæfilegrar skoðunar. Því þetta er meiriháttar inngrip. Það er sjálfsagt að ræða þetta en að setja slíkt ákvæði í miðjum faraldri er kannski ekki besti tíminn þegar varnarmúr persónufrelsis er hvað veikastur fyrir. Mér hefur þótt það sérstakt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem inniheldur útgöngubann og er nýlunda í íslenskri stjórnsýslu, hafi farið nokkuð óáreitt í gegnum stjórnarflokkanna. Þrátt fyrir alla frelsispostulanna. Það er mitt mat að þessari tillögu þarf að breyta. Ef sérfræðingar telja slíkt ákvæði um útgöngubann nauðsynlegt í lögum, ákvæði sem er stórkostlegt inngrip inn í einstaklingsfrelsið, þá verður að tryggja að því verði aldrei beitt án aðkomu Alþingis. Aldrei. Löggjafarþingið hefur sýnt að þegar miklir hagsmunir eru undir er það fljótt til. Nægir að benda á neyðarlögin í því efni. Engin ástæða er að gera annað en miklar kröfur til stjórnvalda ef beita á útgöngubanni. Annað væri ógn við samfélagsgerðina, lýðræði okkar og frelsi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum. Þótt margt sé skrýtið á Alþingi, líkt og á öðrum vinnustöðum, segi ég honum að mér finnist þingmenn allra flokka, sem starfsfólk leggi sig fram. Þingmenn séu að vanda sig, svona oftast nær þótt það þýði ekki endilega að allt sé í lagi. Þessi maður sagðist lítið erindi hafa annað en að árétta tortryggni sína þegar kæmi að útgöngubanninu, sem ríkisstjórnin hefði boðað að gera að lögum. Eins og það væri verið að smygla inn einhverju skrýtnu á þessum tímum. Að því búnu kvaddi hann vinsamlega og ég kláraði kaupin. Þetta er ekki eini einstaklingurinn sem rætt hefur við mig um tillögu ríkisstjórnar um að setja heimildaákvæði um útgöngubann en áhyggjurnar eru eðlilegar. Og á að taka alvarlega. Sjálf sé ég ekki knýjandi þörf á að setja svona íþyngjandi ákvæði í lög þegar meira en þokkalega hefur gengið að berjast við veiruna, með þeim tólum og tækjum sem nú eru í gildandi lögum. Almenningur hefur staðið sig vel í stórum dráttum samkvæmt núgildandi lögum undir forystu sóttvarnaryfirvalda. En þar fyrir utan þá þarfnast svona afdrifaríkt og þungbært úrræði yfirvegunar og gaumgæfilegrar skoðunar. Því þetta er meiriháttar inngrip. Það er sjálfsagt að ræða þetta en að setja slíkt ákvæði í miðjum faraldri er kannski ekki besti tíminn þegar varnarmúr persónufrelsis er hvað veikastur fyrir. Mér hefur þótt það sérstakt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem inniheldur útgöngubann og er nýlunda í íslenskri stjórnsýslu, hafi farið nokkuð óáreitt í gegnum stjórnarflokkanna. Þrátt fyrir alla frelsispostulanna. Það er mitt mat að þessari tillögu þarf að breyta. Ef sérfræðingar telja slíkt ákvæði um útgöngubann nauðsynlegt í lögum, ákvæði sem er stórkostlegt inngrip inn í einstaklingsfrelsið, þá verður að tryggja að því verði aldrei beitt án aðkomu Alþingis. Aldrei. Löggjafarþingið hefur sýnt að þegar miklir hagsmunir eru undir er það fljótt til. Nægir að benda á neyðarlögin í því efni. Engin ástæða er að gera annað en miklar kröfur til stjórnvalda ef beita á útgöngubanni. Annað væri ógn við samfélagsgerðina, lýðræði okkar og frelsi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun