Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 10:08 Biden er í mun betri stöðu en Sanders og þykir hann nánast búinn að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins. AP/Evan Vucci Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira