Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2020 07:49 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. Því sé mikilvægt að bregðast við og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður. Vísir/Vilhelm Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“ Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir að núverandi laug sé ekki nægilega stór samkvæmt alþjóðlegum stöðum EAZA, Sambands evrópskra dýragarða og verði laugin stækkuð í samræmi við staðla til að hægt sé að tryggja nægt pláss og sem bestan aðbúnað þeirra sela sem eru í garðinum. Í kjölfar borgarstjórnarfundar í gær blossaði upp nokkur umræða á Twitter þar sem einhverjir vildu meina að áframhaldandi selahald í garðinum og stækkun laugarinnar fæli ekki í sér dýravernd, heldur væri réttara að sleppa selunum. Dóra Björt segist sjálf ekki vilja halda selum í haldi ef hún gæti valið, en að lögin leyfi ekki að sleppa slíkum selum. „Ég skil mjög vel viðhorf þeirra sem vilja ekki sjá dýr í búrum eða innilokuð enda finnst mér mjög góð hugmynd að gera garðinn að dýraathvarfi, griðar- og umönnunarstað fyrir dýr sem þurfa aðstoð og fara frá gamaldags dýragarðsvirkni. Slík þróun fær allan minn stuðning,“ segir Dóra Björt. Kópur í Húsdýragarðinum.Vísir/Vilhelm Engin markviss fjölgun sela fyrirhuguð Dóra Björt segir að markviss fjölgun sela í garðinum sé ekki fyrirhuguð en að haldin verði aðstaða til að taka við selum í hremmingum. „Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað. Ákveðið hefur verið að stækka selalaugina og betrumbæta aðstæður sela og uppfæra laugina í takt við þau alþjóðaviðmið og út frá þeim nútímakröfum sem nú ríkja svo dýrin eigi þar góða ævidaga. Einnig verður hægt að taka við selum og sjófuglum í neyð sem gerist með reglulegu millibili. Þannig teljum við að laugin nýtist betur sem athvarf. Ekki má sleppa selum úr haldi samkvæmt núverandi löggjöf og því mikilvægt að búa vel að þeim selum sem þarna lifa.“ Húsdýragarðuinn í Laugardal. Selalaugin er fyrir fyrir miðri mynd, aðeins til vinstri.Vísir/Vilhelm Aukin lausaganga dýranna og nýtt fræðsluhús Dóra Björt segir að í raun sé verið að fara í saumana á öllu dýrahaldi meðfram innleiðingu nýrrar sameinaðrar dýraþjónustu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það eigi að hefjast handa við byggingu fræðsluhúss á næsta ári sem sé bæði fyrir fræðslu innan garðs og einnig á vegum dýraþjónustunnar. „Starfsmannahús verður sambyggt því. Þá er verið að gera breytingar í garðinum sem miða að aukinni lausagöngu dýra og minni innivist og þegar eru hafnar breytingar fyrir sauðfé og geitfé.“ Hún segir það óboðlegt í nútímasamfélagi að bjóða dýrum í haldi upp á of lítið rými. Í raun sé mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn sé ekki fullnægjandi. „Því er mikilvægt að bregðast við þessu og tryggja að dýrin hafi það gott og lifi við bestu ákjósanlegu aðstæður.“
Borgarstjórn Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira