Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 11:54 Frá Vatnajökulsþjóðgarði sem fellur inn í nýjan hálendisþjóðgarð verði frumvarpið að lögum. visir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira