Sex með yfir tíu stig í fyrsta sinn í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 15:30 Ægir Þór Steinarsson breytti leiknum þegar hann kom inn á völlinn. Vísir/Bára Margir leikmenn voru að skila stigum á töfluna í sigri íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í gær. Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10). Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10).
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira