Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 15:01 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Vísir/Vilhelm Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun. Vakin er athygli á þessari rannsókn á vef Vegagerðarinnar. Rannsóknin nefnist Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan og var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Var þar notast við sérstakt líkan til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Greining nýrrar rannsóknar bendir til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun.👉 https://t.co/4LEazrxu5c#færðin #grárdagur pic.twitter.com/z38qetY3Xj— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 26, 2020 Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að tekin hafi verið saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Líkanið hafi tímasett vel gráa daga þegar svifryk fór yfir heilsuverndarmörk en þó hafi svifrykið almennt séð verið ofmetið í niðurstöðum líkansins og því þurfi að túlka þær sem leiðbeinandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru; tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta eins og söltun og skolun. Hlutfall þungaumferðar í myndun svifryks virðist lítill Líkanið gefur einnig til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að beita bæði langtíma- og skammtímaaðgerðum til að draga úr svifryki. Bent er á nokkrar skammtímaaðgerðir: Með því að minnka umferð um helming á gráum dögum, til dæmis með því að banna notkun allra bíla sem enda á sléttri (eða odda-) tölu og lækka hámarkshraða um 15km/klst. ætti að vera hægt að lækka styrk svifryks um helming á gráum dögum. Með því að bleyta götur á þurrkatíma og draga úr umferð um 10% væri hægt að lækka styrkleika svifryks um 35%. Skammtímaaðgerðir einar og sér komi hins vegar ekki í veg fyrir gráa daga. Því þurfi langtímaaðgerðir á borð við eftirfarandi: Draga úr fjölda bíla um 15% Lækka hlutfall bíla á nagladekkjum niður í 20%. Auka hörku steinefnis í slitlögum. Lesa má rannsóknina sem um ræðir hér. Samgöngur Umhverfismál Bílar Heilbrigðismál Garðabær Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Nagladekk Tengdar fréttir Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33 Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Vakin er athygli á þessari rannsókn á vef Vegagerðarinnar. Rannsóknin nefnist Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan og var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Var þar notast við sérstakt líkan til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Greining nýrrar rannsóknar bendir til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun.👉 https://t.co/4LEazrxu5c#færðin #grárdagur pic.twitter.com/z38qetY3Xj— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 26, 2020 Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að tekin hafi verið saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Líkanið hafi tímasett vel gráa daga þegar svifryk fór yfir heilsuverndarmörk en þó hafi svifrykið almennt séð verið ofmetið í niðurstöðum líkansins og því þurfi að túlka þær sem leiðbeinandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru; tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta eins og söltun og skolun. Hlutfall þungaumferðar í myndun svifryks virðist lítill Líkanið gefur einnig til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að beita bæði langtíma- og skammtímaaðgerðum til að draga úr svifryki. Bent er á nokkrar skammtímaaðgerðir: Með því að minnka umferð um helming á gráum dögum, til dæmis með því að banna notkun allra bíla sem enda á sléttri (eða odda-) tölu og lækka hámarkshraða um 15km/klst. ætti að vera hægt að lækka styrk svifryks um helming á gráum dögum. Með því að bleyta götur á þurrkatíma og draga úr umferð um 10% væri hægt að lækka styrkleika svifryks um 35%. Skammtímaaðgerðir einar og sér komi hins vegar ekki í veg fyrir gráa daga. Því þurfi langtímaaðgerðir á borð við eftirfarandi: Draga úr fjölda bíla um 15% Lækka hlutfall bíla á nagladekkjum niður í 20%. Auka hörku steinefnis í slitlögum. Lesa má rannsóknina sem um ræðir hér.
Samgöngur Umhverfismál Bílar Heilbrigðismál Garðabær Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Nagladekk Tengdar fréttir Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33 Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33
Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25