Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 12:00 Eitt frægasta augnablik fótboltasögunnar, „hönd Guðs“. getty/S&G Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“ Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“
Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00